top of page

Lumar þú á góðu slagorði?
Umhverfisteymi skólans leitar nú að flottu slagorði fyrir þessa svölu heimasíðu okkar sem er óðum að fá á sig skemmtilega mynd.
Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga þegar hanna skal slagorð.
Að slagorðið sé:
- Stutt og hnitmiðað (í kringum 3. – 5. orð)
- Lýsandi fyrir ábyrga hegðun gagnvart umhverfinu
- Tengjast náttúrunni á einhvern hátt
- Tengjast samfélaginu sem við búum í (skólanum, nærsamfélaginu)
- Vera án fordóma
- Vera skemmtilegt
Það væri líka afar skemmtilegt ef þið gætum tengt þetta nýja slagorð við einkunarorð Njarðvíkurskóla sem eru eins og þið náttúrulega vitið öll Virðing – Ábyrgð - Vinsemd
Við munum setja upp skilakassa fyrir hugmyndir ykkar á fyrstu hæð skólans á sjálfum degi íslenskrar náttúru sem er 16. september
bottom of page